Önnur mál í lok 6. áratugarins

Málaferlin við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli voru aðeins eitt þeirra mála sem unnið var að á vegum STEFs á þessum tíma. Nefna má að á árunum 1958 og 1959 var gengið frá samningum um tónlistarflutning á vinnustöðum, unnið að samningum í svokölluðu segulbandsmáli. Á þessum tíma lá fyrir á Alþingi frumvarp þess efnis að fólk mætti nota og hljóðrita á segulbönd tónlist endurgjaldslaust. Það tókst með miklu harðfylgi að fá því máli vísað frá og með góðri aðstoð bæjarstjórans í Reykjavík, Gunnars Thoroddsen. Einnig var unnið að nýjum samningum við Ríkisútvarpið.
Geysilegt álag var á þeim einstaklingum sem harðast börðust fyrir réttindamálum STEFs frá stofnun þess og fram til ársins 1960. Sú vinna gekk ekki átakalaust og var gagnrýnd úr öllum áttum. En segja má að sigur hafi unnist í nánast öllum málum sem tekin voru fyrir af STEFi og var það ekki síst að þakka þeim Jóni Leifs formanni og lögfræðingi félagsins, Sigurði Reyni Péturssyni.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is