Musica Nova

Í árslok 1959 komu nokkrir ungir tónlistarmenn saman til fundar – hljóðfæraleikarar og tónskáld – í þeim tilgangi að stofna samtök sem hefðu að markmiði að flytja tónlist, erlenda sem innlenda, nýja sem gamla á sérstökum tónleikum sem kenndir yrðu við samtökin sem fengu nafnið nafni Musica Nova. (dæmi 1). Með stofnun og starfsemi þessara samtaka opnaðist nýrri tónlist, íslenskri og erlendri, leið inn í tónleikahald á Íslandi.

Stundum hefur verið sagt að margir stórir viðskiptasamningar hafi verið undirritaðir í veiðihúsum við íslenskar laxár þegar innlendir og erlendir viðskiptajöfrar hafa skenkt sér nokkra daga við laxveiðar á Íslandi. Ýmislegt svipað mætti segja um veitingahús. Eitt er víst að í veitingahúsinu Naustið í Reykjavík hafa margir slíkir samningar verið innsiglaðir og ákvarðanir verið teknar í mikilvægum málum. En það á ekki eingöngu við um viðskipti. Ýmsar stórar ákvarðanir í menningarmálum hafa einnig verið teknar þar.
Haustið 1959 komu nokkrir tónlistarmenn saman við hringborð á veitingahúsinu Naustinu í Reykjavík til að ræða stofnun félags sem skyldi hafa það að markmiði “annars vegar að kynna tónlist ungra íslenzkra höfunda og reyna á þann hátt að hvetja þá til meiri afkasta, hins vegar að skapa vettvang fyrir yngri hljóðfæraleikara okkar, þar sem þeir fá tækifæri til að koma fram og reyna krafta sína. Skapandi og túlkandi listamenn vilja þannig freista þess að ná meiri þroska í list sinni með sameiginlegu átaki og gagnkvæmum áhrifum” (204) (dæmi 2).

204 Ávarpsorð Jóns Nordal á fyrstu tónleikaskrá Musica Nova.
Einn helsti hvatamaður að stofnun félagsins var Sigurður Markússon fagottleikari, er hafði á námsárum sínum í Bandaríkjunum kynnst slíkum félögum þar, sem héldu tónleika með nýrri

Dæmi 2
Haustið 1959 komu nokkrir tónlistarmenn saman við hringborð á veitingahúsinu Naustinu í Reykjavík til að ræða stofnun félags sem skyldi hafa það að markmiði “annars vegar að kynna tónlist ungra íslenzkra höfunda og eldri tónlist, sem flutt var á óhefðbundnum tónleikastöðum. Að tillögu Magnúsar Blöndal Jóhannssonar fékk félagið nafnið Musica Nova – nafn sem málvöndunarmenn voru ekki allt of hrifnir af, en nafnið endurspeglaði á margan hátt tilgang félagsins.
Félagið var hrein grasrótarhreyfing; samtök skapandi og túlkandi listamanna. Stofnendur voru: Einar G. Sveinbjörnsson fiðluleikari, Gunnar Egilsson klarínettuleikari, Ingvar Jónasson fiðluleikari, Sigurður Markússon fagottleikari, Jón Nordal tónskáld / píanóleikari, Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld, og Fjölnir Stefánsson tónskáld. Hér voru bæði hljóðfæraleikarar og tónskáld á ferðinni, en þó nokkrir söngvarar tóku síðar einnig þátt í tónleikum félagsins.
Margt var skrifað um þetta nýja félag í bæjarblöðunum og lék mönnum mikil forvitni á starfi hinna ungu og áhugasömu manna. Ekki var efnisskráin þó rígbundin nútímatónlist nema þegar um íslenska tónlist var að ræða. Markmiðið var að halda fjóra tónleikara á ári; tvo helgaða íslenskri nútímatónlist og tvo helgaða eldri og nýrri erlendri tónlist. Ákveðið var að hafa tónleikastaði óhefðbundna – líkt og gert var erlendis sem fyrirmyndin var sótt til, þ.e. kaffihús, eða staði þar sem fólk gat komið og notið veitinga undir flutningi verkanna.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is