Listamannaþing

Upphaf listamannaþinga á Íslandi má rekja til greinar eftir Pál Ísólfsson sem birtist í Morgunblaðinu 24. apríl 1942 undir fyrirsögninni Skyldan við listina. Hún er skrifuð vegna ýmissa hugleiðinga varðandi stöðu listamanna í landinu – óskin um “að sameinast”. Rætur þeirra hugleiðinga er að finna í þeirri sundrung og því óréttlæti sem ýmsir listamenn urðu fyrir á þeim tíma. Páll hvatti í grein sinni til þess að Bandalag íslenskra listamanna hæfist handa og héldi listamannaþing. Þar skyldu listamenn taka til meðferðar ýmis mál sín “eða hvert það mál, sem varðaði menningu þjóðarinnar, bókmenntir og listir”. Hann bendir á að listum sé hvorki sýndur nægilegur sómi hér á landi né að menn geri sér grein fyrir því hversu miklu hlutverki listir gegni í landinu. Að auki segir hann: “…nema hvað allir þykjast skilja, að fornritin og list Snorra Sturlusonar hafi sína þýðingu …og gengir furðu, að jafn stórbrotin list skuli hafa dafnað í þessu landi, sem raun ber vitni.”

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is