Listamannaþing 1942

Fyrsta listamannaþingið hófst 22. nóvember 1942 með þátttöku allra helstu listamanna þjóðarinnar og stóð það yfir í vikutíma. Í framhaldi af því var gerð ályktun á vegum Bandalags íslenskra listamanna þess efnis að Bandalagið ályktaði að stofna til listamannaþings á komandi hausti og fæli stjórn sinni að skipa þá þegar fimm manna nefnd til undirbúnings þessu máli. Alla daga þingsins voru flutt verk eftir íslenska höfunda, bæði tónlistarverk og bókmenntaverk og haldnar voru listsýningar. Á árunum 1945-50 voru haldin í Reykjavík þrjú listamannaþing á vegum Bandalags íslenskra listamanna.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is