Herbert Hriberscheck Ágústsson

Herbert Hriberscheck Ágústsson er fæddur 3. ágúst 1926. Lærði hornleik og aðrar greinar tónlistarinnar í Graz í Austurríki. Meðal kennara hans voru dr. Mixa og prófessor A. Michl. Herbert útskrifaðist árið 1944 og næstu sjö árin var hann fyrsti hornleikari fílharmonisku hljómsveitarinnar í Graz. Árið 1952 var hann ráðinn hingað til Íslands sem fyrsti hornleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar og hefur gegnt því starfi síðan, auk annara starfa, svo sem kennslu og kórstjórnar. Hann hefur einnig kveðið sér hljóðs sem tónskáld og margar tónsmíðar hans, stórar og smáar, hafa heyrst á tónleikum og í útvarpi. Meðal þeirra er „Forspil og þrír Davíðssálmar“ (op. 20), sem flutt var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 20. sept. 1969. Guðmundur Jónsson söng einsöng í því verki.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is