Heimildagerð M – Viðtöl

Álíta verður það forréttindi að hafa átt viðtöl við öll tónskáldin sem fjallað er um í rannsóknarefni sem þessu; að hafa haft aðgang að frumheimildum í þróun einnar listastefnu í einu landi. Því álít ég viðtölin sem ég hef haft við tónskáldin sérlega mikilvæg – en þó ekki án fyrirvara. Maður getur ekki alltaf munað nákvæmlega á hvern hátt hlutirnir voru gerðir fyrir mörgum árum, jafnvel áratugum. En þá hefur verið sérstaklega þýðingarmikið fyrir mig að eiga samtal við tónskáldin bæði til að kortleggja tónlist þeirra, fá upplýsingar um á hvern hátt verkin voru samin og einnig heilmörg smáatriði sem komu fram í viðtölunum.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is