Heimildagerð H – Bréf

Mörg bréfanna hafa gegnt mjög mikilvægu hlutverki í ritgerð inni. Sem dæmi um það vil ég nefna kaflann um samspil hátíðarnefndar Alþingishátíðarinnar og Jóns Leifs. Í þessu sambandi hafa bréfin gegnt því hlutverki að “fletta ofan af” goðsögninni um þátttöku Jóns Leifs í Alþingishátíðinni sem tónskáld. Sama á við um mörg bréf í tengslum við kaflann um Tónskáldafélagið og kaflann um Sinfóníuhljómsveitina. Þó svo ég vitni ekki beint í bréfin, hafa þau öll gegnt því hlutverki að skapa yfirsýn yfir einstök mál og eru því mjög þýðingarmikil. Í skránni og í listanum í viðaukanum eru bréfin flokkuð á eftirfarandi hátt:

1. Innihald
2. Dagsetning og ártal
3. Sendandi og viðtakandi
4. Skjalasafn.
ad 1) Hér nefni ég hvað bréfið fjallar um, þ.e. hvað máli það tengist.
ad 2) Hér nefni ég dagsetningu bréfsins og ártal.
ad 3) Hér nefni ég frá hverjum og til hvers bréfið er skrifað.
ad 4) Hér nefni ég í hvaða skjalasafni bréfið er varðveitt.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is