Heimildagerð F – Skýrslur

Hinar ýmsu skýrslur sem ég nota til undirstöðu í hluta ritgerðar minnar eru mismunandi gerðar. Ef um er að ræða opinberar skýrslur eins og frá Ríkisútvarpinu, frá Menntamálaráðuneyti o.fl. þá álít ég þær upplýsingar sem þaðan koma áreiðanlegar. Aðrar skýrslur, eins og t.d. nokkrar þeirra sem Jón Leifs hefur skrifað í nafni STEFs og Tónskáldafélagsins skulu skoðast með varúð þar sem þær í nokkrum tilfellum endurspegla persónulegar skoðanir Jóns Leifs frekar en skoðun stjórnanna. Ég tel skýrslurnar sem mikilvægar heimildir í einstökum málum – málum eins og t.d. stofnun Tónverkamiðstöðvarinnar.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is