Heimildagerð E – Gerðabækur

Þær gerðabækur sem ég hef farið yfir og lesið á lít ég hafa mikilvægt gildi í rannsóknarvinnunni. Hér má lesa um hvað í rauninni fór fram og um þau sjónarmið sem koma fram á fundum. Niðurstöður þeirra eru sameiginlegar ákvarðanir þar sem fundargerðir eru lesnar upp og samþykktar af fundarmönnum. Í þeim tilfellum sem menn höfðu aðrar skoðanir var það skráð sérstaklega. Ég hef stuðst við þessar gerðabækur sem aðalheimild í einstökum málum og því álít ég þær sérstaklega mikilvægar.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is