Heimildagerð A – Blaðagreinar

Lista yfir meira en tvö þúsund blaðagreinar sem ég hef safnað og lesið til notkunar fyrir skilgreiningu á þróun hins almenna tónlistarlífs á Íslandi er að finna í viðauka með ritgerðinni. Ég hef flokkað þær í heimildaskránni í eftirfarandi einkenni:

Heiti blaðsins
Dagsetning og ártal
Nafn greinarinnar
Greinarhöfundur
ad 1) Ég náði ekki að lesa í gegnum öll íslensk blöð frá öllum þeim tíma sem ritgerðin fjallar um. Frá 1986 hef ég nánast eingöngu stuðst við greinar úr Morgunblaðinu sem finna má á heimasíðu blaðsins á alnetinu. Morgunblaðið veitti mér ó keypis aðgang að blaðinu í yfir eitt ár til að leita í heimildabanka þess og prenta út greinar þaðan. Það var mér stór hjálp og samtímist tímasparandi.

ad 2) Ég valdi að skrifa út allar heimildagerðir eftir dagsetningu, þar sem ritgerðin þróast að mestu leyti sögulega í tíma. Það gerir áhugasömum lesendum auðveldara að finna viðeigandi greinar.

ad 3) Ég hef í öllum tilfellum skráð yfirskrift greinar. Þar að auki hef í nokkrum tilfellum gefið enn frekari upplýsingar í formi nafns eða atburðar sem koma fram í greininni. Ef um er að ræða grein sem t.d. er viðtal við ákveðna persónu án þess að það komi fram í yfirskrift greinarinnar hver sú persóna er þá hef ég bætt nafninu við.

ad 4) Ég hef reynt í öllum tilfellum að nefna höfunda dagblaðagreinanna, en í þeim tilfellum þar sem stendur “frétt”, er um að ræða greinar eða smáfréttir þar sem ekki er tilnefndur greinarhöfundur né upphafsstafir hans. Þar sem standa upphafsstafir greinarhöfundar undir greininni, hef ég aðeins nefnt þá í dálkinum “höfundur”.

Gildi einstakra blaðagreina við að meta einstök mál er mismunandi. Margar greinanna hafa eins konar staðtölulegt gildi þar sem ég hef nýtt þær í tengslum við ýmsar staðreyndir eins og t.d. konserta, dagsetningar konserta eða mismunandi atburði – grunnstaðreyndir um tónlistarlífið. Um leið og málið snýst um umræðu um ýmis mál, sjónarmið og gagnrýni þá er um leið erfiðara að túlka raunverulegt innihald málsins. Maður verður að gera sér ljóst að í svo litlu samfélagi sem Reykjavík er, og ekki síst var, þá hefur valdatafl verið háð af persónulegri ástæðum en annars mætti ætla. Hér var valdatafl, bæði á persónulegu sviði og á stofnanasviði. Í nokkrum tilfellum samtímis. Til að komast að eiginlegum kjarna hvers máls hef ég í nokkrum tilfellum þurft að útvega mér upplýsingar frá öllum málsaðilum. Gott dæmi um það er stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármögnun hennar. Það voru þrír aðilar í því máli: Útvarpið, Tónlistarfélagið og Þjóðleikhúsið. Það er ekki nóg að lesa blaðagreinar og það er heldur ekki nóg að lesa gerðarbækur útvarpsins eða bréf frá Tónlistarfélaginu þessu varðandi. Myndin verður fyrst skýr eftir einnig að hafa lesið gerðabækur Þjóðleikhússins og um þær ákvarðanir sem þar voru teknar. Í þessu tilfelli varð ég að styðjast við mismunandi heimildagerðir til að geta skapað mér heildstæða mynd.

Blaðaskrif um tilurð nýrrar tónlistar og á sama tíma stofnun Musica Nova eru gott dæmi um bæði pólitísk og “tónlistartrúarleg” sjónarmið. Andstæðurnar mætast t.d. í skrifum Björns Franzsonar í hinu sósíalistíska dagblaði Þjóðviljanum annars vegar og hins vegar í því sem lesa mátti í t.d. Morgunblaðinu sem var mjög hægrisinnað dagblað. Einnig sést munur á hversu mikið þessi blöð rituðu um vissa tónleika í Reykjavík allt eftir því hvort tónlistarmennirnir voru gestir frá kommúnistaríkjum eða t.d. frá USA. Það verður því að staðhæfa at blaðagreinarnar hafa mjög mismunandi gildi sem heimildir allt eftir kjarna málsins. Við að rannsaka allar þær heimildir sem skráðar eru í heimildalistanum tel ég mig hafa haft möguleika á að meta hverja einstaka grein, bæði út frá stöðu dagblaðsins í samfélaginu, pólitískt og menningarlega, ásamt stöðu einstakra greinahöfunda í einstökum málum.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is