Formáli

Formáli

Í Magisterbladed Nr. 15 – 1993 auglýsti Aalborg Universitet 7 lausar ph.d. námsstöður innan Fornmenntadeildar (Humaniora) og hér undir verkefni með yfirskriftinni Tónlist og tækni, tengt Institut for Musik og Musikterapi með umsóknarfresti til 15. september 1993.

Á þessum tíma var ég að ljúka kandidatsritgerð minni um tónlist Jóns Nordal með þræði til sögu íslensks tónlistarlífs. Þar sem engin hefð er fyrir stofnanatengdum tónlistarrannsóknum á Íslandi sá ég möguleika í þessari auglýsingu til frekari rannsókna á íslenskri tónlist og þróun tónlistarlífsins og öðlast á sama tíma menntun og reynslu í sjálfstæðri rannsóknarvinnu undir leiðsögn atvinnumanns.

Þessi ph.d. rannsóknarritgerð í tónvísindum við Institut for Musik og Musikterapi við Aalborg Universitet er árangur þriggja ára rannsóknarmenntunar undir leiðsögn prófessors Dr. phil. Finn Egeland Hansen. Verkefnið tekur til rannsóknar á u.þ.b. 60 ára þróun íslensks tónlistarlífs, með sérstakri áherslu á uppruna og þróun elektrónískrar tónistar á árunum 1960-90 í seinni hluta ritgerðarinnar.

Ég vil í tengslum við þetta rannsóknarverkefni þakka sérstaklega öllum tónskáldunum sem ritgerðin fjallar um. Það eru sérstök forréttindi að fá leyfi til að kafa svo djúpt í lífsstarf fólks og listræna sköpun. Mér hefur verið tekið sérstaklega vel af öllum þeim sem í hlut eiga.

Rannsóknarráð Íslands, með Kristján Kristjánsson í forsvari, fær sérstakar þakkir fyrir fjárhagslegan stuðning sem hann hefur veitt til rannsókna á handritum Magnúsar Blöndal Jóhannssonar. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn – með Einars Sigurðsson og Ögmund Helgason í forsvari – fá einnig miklar þakkir fyrir að skapa mér möguleika og stuðning við að yfirfara handrit hans og skrá þau.

Ríkisútvarpið, með Elínu S. Kristinsdóttur yfirmann Safnadeildar í forsvari, fær sérstakar þakkir fyrir að lána mér hljóðritanir af útvarpsþáttum og einstökum tónverkum sem ég hafði not fyrir og ekki fundust annars staðar.

Tónverkamiðstöðin og forstöðumenn hennar – fyrst Bergljót Jónsdóttir og síðar Ásta Hrönn Maack – fá sérstakar þakkir fyrir að útvega mér nauðsynlegar nótur til þessarar vinnu bæði til láns og á “viðráðanlegri” verðlagningu sem kom mér vel eins og á stóð.

Þýðandi minn, Lars H. Andersen fær kærar þakkir fyrir þá miklu vinnu að þýða ritgerðina frá íslensku yfir á dönsku. Hannah Werk fær einnig kærar þakkir fyrir að lesa prófarkir á dönsku útgáfunni og Ögmundur Helgason og Skúli Björn Gunnarsson fyrir að lesa prófarkir á íslensku útgáfunni.

Institut for Musik og Musikterapi við Aalborg Universitet fær sérstakar þakkir fyrir að skapa mér það vinnuumhverfi, bæði skrifstofu og tæki og ekki síður veita mér fjárhagslegan stuðning til að geta unnið að þessu verkefni.

Tore, Thorkil, Peder Kaj, Martin, Kirsten, Gerd og allir sem hafa gefið mér greinargóð svör við spurningum mínum í meira en átta ár þakk ég öll svörin.

Prófessor Finn Egeland Hansen – í allri vinnu minni með íslenska tónlist, bæði í kandidatsritgerðinni og nú ph.d. ritgerðinni – þakka ég þér fyrir hjálpina!

Þið öll hin! Kærar þakkir.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is