Drengjakórinn Vonin

Drengjakórinn „Vonin“. Frumkvæðið að stofnun kórsins átti Þorlákur Johnson, kaupmaður, en söngstjórinn var Brynjólfur Þorláksson, síðar dómkirkjuorganisti. Fyrsti samsöngur kórsins var haldinn á Hótel Ísland 30, júní 1891 við góðar unditektir.

Erlendis er víða mikil rækt lögð við drengjakóra og eru sumir víðfrægir, eins og Thomanerkórinn í Leipzig, Wiener-Knabenkór o, fl. Þessir kórar eru sönnun þess, hve langt má komast í listinni, þegar drengirnir eru í höndum hæfileikamanna, sem kunna réttu tökin.

Í greininni um Brynjólf Þorláksson hér að framan hefur verið rætt um þennan drengjakór.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is