Söngmót íslenskra karlakóra

Söngmót íslenzkra karlakóra. Samband íslenzkra karlakóra var stofnað 1928. Á vegum þess var haldið söngmót – landsmót – í Reykjavík og á Þingvöllum árið 1930, með þátttöku 6 kóra: Karlakór K.F.U.M., Karlakór Reykjavíkur, Söngfélag stúdenta, allir úr Reykjavík, Söngfélagið „Geysir“ á Akureyri, Karlakórinn „Vísir“ á Siglufirði og Karlakór Ísafjarðar.

Árið 1934 var aftur haldið söngmót í Reykjavík með þátttöku sjö kóra, hinna sömu og árið 1930, að öðru leyti en því, að nú mætti ekki Söngfélag stúdenta, en tveir nýir kórar höfðu bæzt við, Karlakórinn Bragi á Seyðisfirði og Karlakór iðnaðarmanna í Reykjavík.

Árið 1950 var enn haldið söngmót í Reykjavík. Þá mættu þessir kórar: Karlakór Akureyrar, Karlakórinn Fóstbræður, Reykjavík, Karlakórinn Geysir, Akureyri, Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Svanir, Akranesi, Karlakórinn Vísir, Siglufirði og Karlakórinn Þrestir, Hafnarfirði.

Söngmót hafa mikla þýðingu og eru nauðsynleg til að vekja samhug og áhuga á söngstarfinu. Starfsemi, karlakóra er mjög þýðingarmikill þáttur í tónlistarlífi þjóðarinnar.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is