Páll Halldórsson

Páll Halldórsson söngstjóri er fæddur 14. janúar 1902 í Hnífsdal. Lauk kennaraprófi 1925 og var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1930-59. Nú er hann bókavörður við Borgarbókasafn. Reykjavíkur.

Tónlistarnám hans er í fáum orðum eins og hér segir: Orgelnám hjá Páli Ísólfssyni 1926-30, hljómfræði hjá Sigfúsi Einarssyni og kontrapunktur hjá dr. Urbancic. Hann stundaði framhaldsnám í Basel 1948-49.

Páll hefur verið organisti Hallgrímskirkju frá upphafi 1941. Söngstjóri Karlakórs iðnaðarmanna 1932-42, eins og áður er sagt, og söngstjóri karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði 1927-28 og 1949-50. Ennfremur var hann söngstjóri Söngfélagsins Stefnis í Mosfellssveit 1945-51, en félagið er blandaður kór og karlakór.

Páll er tónskáld og er karlakórlagið „Hornbjarg“ (Þorst. Gíslason) eitt af lögum hans. Hann hefur ásamt Friðriki Bjarnasyni, búið til prentunar „Nýtt söngvasafn“ (1949) Skólasöngva I-II o. fl.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is