Opinber söngur og hljóðfæraleikur

Hér verður að lokum minnst á kóra, einsöngvara og hljóðfæraleikara á þessu tímabili. Íbúatalan í bænum er um 2500 í byrjun þess (1877) og 6682 í lok þess árið 1900. Í þessu litla bæjarfélagi þekkti hver maður hvern annan og átti það sinn þátt í að skapa þá stemmningu, sem ríkti ásöngskemmtunum. Kórsöngur var sterkasti þáttur í sönglífinu og aðal karlakórarnir eru kór skólapilta, „Harpa“ og „14. janúar“. Að öðrum karlakórum kveður minna.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is