2001

  • 15. júní: Austu-berlínska rokksveitin Rammstein heldur tónleika í Laugardagshöll. Aðgöngumiðar á tónleikana seldust upp á innan við klukkustund. Ákveðið að halda aðra tónleika daginn eftir, 16. júní. Allt fór á sömu leið, miðar á þessa seinni tónleika seldust jafn hratt upp og á fyrri. Þessar vinsældir þýskumælandi þungarokkara virtust koma tónleikahöldurum jafnt sem öðrum í opna skjöldu.
2004

  • 7. júní: Haukur Tómasson tónskáld hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir óperuna Fjórði söngur Guðrúnar. Þremur Íslendingum hefur áður hlotnast þessi heiður. Atli Heimir Sveinsson hlaut verðlaunin 1976 fyrir flautukonsert, Hafliði Hallgrímsson 1986 fyrir fiðluverkið Poemi, og Björk Guðmundsdóttir 1997 en það var í fyrsta sinn sem dægurtónlistarmaður hlaut verðlaunin.
  • 4. júlí: Fjölmennustu innanhússtónleikar Íslandssögunnar haldnir þegar þungarokkssveitin Metallica spilar í Egilshöll í Reykjavík fyrir um 18.000 manns.
2006

  • 9. mars: Skrifað undir samkomulag ríkis, borgar og Portus hópsins um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Þar með hefjast framkvæmdir við tónlistarhús sem talað hefur verið fyrir í rúma hálfa öld.
  • 20. mars: FL Group veitir Sinfóníuhljómsveit Íslands 40 milljón króna styrk.
  • 23. mars: Ian Anderson úr Jethro Tul, ásamt eigin hljómsveit og meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Ísland, hélt tónlika fyrir fullu húsi í Laugardalshöll.
  • 12. júní: Roger Waters, fyrrum forsprakki Pink Floyd, heldur tónleika í Egilshöll. Fjöldi tónleikagesta var áætlaður um 15.000 sem gerir tónleikana þá næst fjölmennustu sem haldnir hafa verið innandyra á Íslandi.
  • 30. júlí: Hljómsveitirnar Sigur Rós og Amína halda útitónleika á Miklatúni í Reykjavík (túnið hét áður Klambratún). Áætlað er að um 15.000 manns hafi verið á túninu þegar mest var; í kvöldfréttum Sjónvarpsins 31. júlí voru gestir sagðir hafa verið tæplega 20.000. Viðburðurinn var hluti af tónleikaferð sveitanna um landið þar sem leikið var á ýmsum stöðum án þess að auglýsa hverja uppakoma sérstaklega. Afrakstur ferðarinnar verður gefinn út á mynddiski seinna á árinu. Tónleikarnir á Miklatúni gætu verið fjölmennustu útitónleikar sem haldnir hafa verið í Reykjavík. Góð stemningin og það hve allt fór friðsamlega fram þótti fréttnæmt; veðrið var enda sérstaklega gott. Ekkert umferðaröngþveiti skapaðist, hvorki fyrir, á meðan, né eftir tónleikana
2008

  • 8. ágúst: Um tólf þúsund manns voru á tónleikum breska rokkar- ans Eric Clapton í Egilshöll. „Clapton í rífandi góðum gír,“ sagði Morgunblaðið. „Stjörnutilþrif,“ sagði Fréttablaðið.
2012

  • 3. nóvember: Þýska tölvupopphljómsvetin Kraftverk leikur í Eldborgarsal Hörpu og uppsker mikið lof. Tónleikarnir lokuðu 14. Iceland airwaves hátíðinni sem staðið hafði frá 30 september og tótti takast vel í alla staði.