Hver tók við organistastarfinu í Dómkirkjunni af Pétri Guðjohnsen?

Hver tók við organistastarfinu í Dómkirkjunni af Pétri Guðjohnsen?

jonas-helgason2Dómkirkjuorganistarnir í Reykjavík hafa ávallt verið forystumenn í sönglífi bæjarins. Fyrsti dómkirkjuorganistinn, Pétur Guðjohnsen, var átrúnaðargoð ungra manna og slíkur áhrifamaður, að þeir gengu síðan fram í hans anda og krafti. Tveir þessara ungu manna eru bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir. Jónas tók við organistastöðunni við dómkirkjuna að Pétri látnum árið 1877 og gegndi starfinu til æviloka 1903, í samfleytt 26 ár. Hann hélt starfi Péturs áfram, að efla kirkjusönginn og þjóðlegt sönglíf í landinu. Og það var einmitt hann, sem stofnaði fyrsta karlakórinn hér á landi, söngfélagið Hörpu, árið 1862..

Sjá nánar… (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is