4. sýning – Fúsi á ýmsa vegu

Fúsi á ýmsa vegu

Sigfús Halldórsson tónskáld, píanóleikari, söngvari og myndlistarmaður

7. febrúar 1920 – 21. desember  1996

Í tilefni þess að 7. september 2010 voru liðin 90 ár frá fæðingu Sigfúsar Halldórssonar listamanns, í víðum skilningi þess orðs, opnaði Tónlistarsafn Íslands sýningum um líf og störf listamannsins. Sjá má á sýningunni ýmsa muni úr búi Sigfúsar, svo sem dagbækur, myndir, skjöl, bréf og annað sem og ljósmyndir úr myndabók heimilisins. Þá má sjá og heyra nokkur lög úr gömlum sjónvarpsþáttum þar sem Sigfús flytur lög sín með söngvurunum Guðmundi Guðjónssyni, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur og Sigurveigu Hjaltested.

Sigfús Halldórsson, tónskáld og listmálari, fæddist í Reykjavík 7. september 1920 og ólst upp á Laufásvegi 47.
Þriggja ára sat Sigfús við píanóið og lék eftir eyranu öll lög sem hann heyrði. Átta ára hóf hann nám í píanóleik; fyrst hjá Önnu Pjeturss en síðar hjá Katrínu Viðar og Sigurði Ísólfssyni. Þá var Sigfús einn vetur við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Söng lærði Sigfús hjá óperu-söngvaranum Pétri Á. Jónssyni.
Innan við tvítugt hóf Sigfús að skemmta fólki um allt land með söng sínum og píanóleik. Sigfús varð ungur einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, en meðal þekktustu laga hans eru: Litla flugan, Vegir liggja til allra átta, Lítill fugl, Í dag, Tondeleyó, Við eigum samleið, Dagný og Játning.
Sigfús lauk prófi í leiktjaldamálun frá Slade Fine Art háskólanum í London árið 1945 og gerði í framhaldi af því leikmyndir fyrir Iðnó og Þjóðleikhúsið. Sigfús var einnig afkastamikill listmálari. Húsa- og götumyndir hans frá Reykjavík og Kópavogi eru mörgum kunnar.
Í tilefni af 90 ára fæðingarafmæli Sigfúsar er í undirbúningi að gefa út sérstaka viðhafnarútgáfu á tónverkum hans sem áætlað er að komi út á afmælisdaginn.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is