7. sýning – Dans á eftir

Dans á eftir

  • 21.6.2013 – 8.2.2015

Laugardaginn 22. júní 2013 opnar í Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi sýningin „…Dans á eftir“. Sýningin gefur innsýn í danstónlist og umhverfi hennar frá miðöldum og fram til um 1950.

Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að algengt var að auglýsa fundi og önnur mannamóta fyrr á árum með því að telja upp dagskrá en enda svo með: „Dans á eftir“ – til að draga fólk að.

Sýningin leitast við að endurvekja stemningu fyrri tíma. Gamall danslagaþáttur úr útvarpinu mun hljóma í kynningu Bjarna Böðvarssonar, einnig danslög leikin á einfalda og tvöfalda harmoniku, munnhörpu, fiðlu og jafnvel trölluð danslög. Þá má sjá nokkur gömul hljóðfæri sem notuð voru í danstónlist og myndir af vinsælum danshúsum og tónlistarmönnum fyrri ára. Einnig verður sýnd stutt kvikmynd með KK-sextettinum sem tekin var upp í Mjölkurstöðinni haustið 1947 en Tónlistarsafn hefur sett hljóð við myndina.

Einar Jón Kjartansson á veg og vanda að hönnun sýningarinnar, en auk hans hafa Guðrún Erla Sigurbjarnardóttir, Hildur Björgvinsdóttir, Sigurlaug Arnardóttir, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og starfsmenn Tónlistarsafns unnið að uppsetningu sýningarinnar.

Tónlistarsafnið er opið virka daga milli 10:00 og 16:00.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is